Formenn mættir til fundar

Fundurinn hófst klukkan 11.
Fundurinn hófst klukkan 11. mbl.is/Golli

Fjórði fund­ur­inn í form­leg­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar hófst klukkan 11:00 í morgun í Alþingishúsinu.

Formenn flokkanna hafa verið fremur bjartsýnir í svörum síðustu daga Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði til að mynda eftir fund í gær að ástæða til bjartsýni um að þetta gæti gengið aukist dag frá degi.

Form­leg­ar viðræður flokk­anna þriggja hóf­ust á mánu­dag­inn en Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, veitti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar fyr­ir ára­mót í kjöl­far óform­legra viðræðna flokk­anna. 

Áður hefur komið fram að Bjarni yrði forsætisráðherra nái flokkarnir saman um stjórnarsamstarf. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í morgun að ekkert væri búið að ræða ráðherraskipan í viðræðum flokkana en sagði að það lægi ljóst fyrir að það yrðu ráðherrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert