Lítur ágætlega út miðað við aðstæður

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

„Ég held að staðan sé ágæt,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum síðan á mánudag en flokkarnir vonast til að kynna nýja rík­is­stjórn og stjórn­arsátt­mála henn­ar fyr­ir miðja næstu viku.

Frétt mbl.is: Niðurstaða fyrir miðja viku

„Helgin verður væntanlega nýtt í einhverja vinnu af hálfu formannanna við að hnýta lausa enda og fara yfir athugasemdir og annað sem hafa borist við yfirferð þingflokka. Ég veit reyndar ekki hversu mikið af því verður gert um helgina eða hvort það verði beðið fram á mánudag,“ bætir Hanna við en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er búinn að fara yfir stöðuna með þingflokknum:

„Þingflokkurinn fór yfir drög að stjórnarsáttmála í gær.

Hanna segir málin mjakast þó vissulega auki það flækjustigið að þrír flokkar séu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef allir þrír gera athugasemdir þá er einn flokkur kannski að krota ofan í eitthvað sem annar var sáttur við. Það er merkilegt hvað það eykur flækjustigið en það er held ég úrvinnsluatriði og í stóru myndinni lítur þetta ágætlega út miðað við aðstæður. Þetta mjakast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert