Þingmenn Sjálfstæðisflokks funda

Þingflokkurinn á fundi í Valhöll. Mynd úr safni.
Þingflokkurinn á fundi í Valhöll. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins mættu til fund­ar með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, nú klukk­an 13. Boðað var til fund­ar­ins í kjöl­far viðræðna Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar sem hóf­ust form­lega á mánudag.

Viðræðurnar höfðu þó staðið yfir óform­lega í ein­hvern tíma þar á und­an, en Bjarni fékk umboð for­seta Íslands til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna á ný 30. des­em­ber.

Bjarni Bene­dikts­son fór í gær á fund Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, til að fara yfir stöðu mála. Vonir standa til að hægt verði að kynna nýja rík­is­stjórn og stjórn­arsátt­mála henn­ar fyr­ir miðja næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert