Fundað um stjórnarsáttmálann

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

Fundur ráðgjafaráðs Viðreisnar hófst fyrir stundu þar sem ræddur verður stjórnarsáttmáli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. 

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynnir fyrir ráðgjafráði flokksins hvernig viðræður flokkanna hafa gengið fyrir sig og síðan mun stjórnin samþykkja, eða synja, drög að stjórnarsáttmála.

Nefnt hef­ur verið að þrjú ráðuneyti falli Viðreisn í skaut, fjár­málaráðuneyti, sjáv­ar- og land­búnaðarráðuneyti og fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyti í vel­ferðarráðuneyti. „Þetta verður til­kynnt með pomp og prakt þegar að því kem­ur,“ seg­ir Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar og vara­formaður flokks­ins, spurð út í skipt­ingu ráðuneyta í samtali við mbl.is í morgun.

Ekki er búist við því að rætt verði um ráðherraefni flokksins í kvöld en talið er líklegt að tilkynnt verði um það á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert