Birgitta vill ekki kosningar

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

„Af hverju erum við að fara í kosningar eftir 45 daga? Hefur verið reynt til þrautar að mynda t.d. minnihlutastjórn? Munum við sjá miklar breytingar eftir kosningar?“ Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook. 

Birgitta bendir jafnframt á að „þeir sem halda að Sjálfstæðisflokkurinn veikist mikið til langtíma verði fyrir allmiklum vonbrigðum. Mér finnst það reyndar absúrd hve stjórnmál hérlendis snúast mikið um að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum með sömu aðferðinni áratugum saman“. Eina leiðin til að koma þeim flokki frá sé að breyta stjórnskipan og regluverki. 

Nokkrir hafa tjáð sig við færsluna og eru sumir þeirra sammála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert