Rafræn prófkjör Pírata hafin

Reykjavíkurkjördæmin eru með sameiginlegt framboð.
Reykjavíkurkjördæmin eru með sameiginlegt framboð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið.

Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Reykjavíkurkjördæmin verða með sameiginlegt framboð. Í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi er opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi er lokað prófkjör þar sem aðeins þeir skráðu Píratar sem hafa atkvæðisrétt í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa atkvæðisrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert