Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. mbl.is/RAX

Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþings 5. október, að sögn Jóns Inga Gíslasonar, formanns kjördæmaráðsins.

Hann sagði að tillaga stjórnarinnar þar að lútandi hafi verið einróma samþykkt á fundinum sem lauk nú í hádeginu. Tillagan var svo hljóðandi: Fram fari uppstilling á lista samkvæmt reglum flokksins. 

Jón Ingi segir að listarnir verði síðan kynntir á fundi kjördæmaþingsins og þar hafa fundarmenn rétt á að gera athugasemdir og eins er hægt að breyta uppstillingunni ef vilji er til þess.

Þar er meðal annars kveðið á um að í 7 efstu sætum framboðslistans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, þó skulu ekki vera fleiri en 3 af sama kyni í fyrstu 4 sætunum.

Hér er hægt að lesa um reglurnar varðandi uppstillingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert