Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

mbl.is/Styrmir Kári

Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér.

Karl bætist í hóp ýmissa trúnaðarmanna Framsóknarflokksins sem sagt hafa sig úr flokknum að undanförnu í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, gerði það sama.

Karl segir í yfirlýsingunni að hann telji sig ekki eiga samleið lengur með Framsóknarflokknum. Honum hafi verið farið að finnast erfitt að kalla sig Framsóknarmann. Segir hann forystumenn flokksins ekki hafa lagt sig fram við að sætta sjónarmið innan hans heldur þvert á móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert