Inga og Ólafur leiði listann í Reykjavík

Flokkur fólksins fundaði í Háskólabíói í dag.
Flokkur fólksins fundaði í Háskólabíói í dag. mbl.is/Eggert

Flokkur fólksins kynnti nú síðdegis oddvita framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar á fundi sem haldinn var í Háskólabíó.

Inga Sæland formaðurin flokksins verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, en hún leiddi lista flokksins í því kjördæmi einnig í síðustu kosningum.

Dr. Ólafur Ísleifsson mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður, Guðmundur Ingi Kristinsson  fer fyrir listanum í Suðvesturkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason í Suðurkjördæmi,  Magnús Þór Hafsteinsson í Norðvesturkjördæmi og  Sr. Halldór Gunnarsson í Norðausturkjördæmi.

Flokkur fólksins fundaði í Háskólabíó og kynnti þar oddvita kjördæmanna.
Flokkur fólksins fundaði í Háskólabíó og kynnti þar oddvita kjördæmanna. mbl.is/Eggert

Flokk­ur fólks­ins er há­stökkvari í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem fram­kvæmd­ur var dag­ana 15. til 28. sept­em­ber og mældist flokkurinn þar með 10,1% fylgi.

Fylgi Vinstri grænna mæl­ist mest allra flokka og með 25,4% fylgi, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist næst­stærst­ur með 23,1% og Pírat­ar með 10,3%.

Inga Sæland mun leiða lista Flokks fólksins í Reykjavík suður.
Inga Sæland mun leiða lista Flokks fólksins í Reykjavík suður. Ljósmynd/Flokkur fólksins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert