Sema tekur ekki sæti á lista

Sema í dómsmálaráðuneytinu vegna afhendingar undirskrifta til stuðnings nígerískum hjónum …
Sema í dómsmálaráðuneytinu vegna afhendingar undirskrifta til stuðnings nígerískum hjónum og afganskra feðgina. Myndin var tekin í ágúst. mbl.is/Eggert

Sema Erla Serdar, sem skipaði þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í fyrra, ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins nú. Sema segist á Facebook vera önnum kafin og þeim verkefnum sé hún ekki tilbúin að sleppa. „Má þar nefna baráttuna fyrir réttindum, réttlæti og mannúð fyrir flóttafólk og hælisleitendur sem og baráttuna fyrir mannréttindum og gegn fordómum og hatri í íslensku samfélagi sem og baráttuna fyrir hagsmunum barnanna okkar og ungmenna,“ skrifar hún.

Sema Erla Serdar hefur m.a. barist fyrir réttindum hælisleitenda og …
Sema Erla Serdar hefur m.a. barist fyrir réttindum hælisleitenda og flóttafólks. Ljósmynd/aðsent

Sema hefur meðal annars staðið í forsvari fyrir Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Hún segist ekki telja það vera baráttunni til framdráttar að vera á lista stjórnmálalfokks en útilokar ekki að hún muni snúa aftur í pólitíkina síðar. „Það þarf hins vegar að vinna að þessum málefnum á breiðum grundvelli og ég tel krafta mína nýtast best þar sem þeir eru núna.“

Hún segir vonir sínar standa til að geta unnið að úrbótum í málaflokknum með frambjóðendum, óháð flokki þeirra, í gegn um Solaris og Æskulýðsvettvanginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert