Guðmundur Andri leiðir listann

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mun leiða lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fjölmennum fundi í Hafnarfirði í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingkona er í 2. sæti listans, Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrú, er í 3. sæti, Finnur Beck, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, í 4. sæti og  Sigurþóra Bergsdóttir vinnusálfræðingur í 5. sæti. Öll eru þau ný í forystusætum Samfylkingarinnar í Kraganum. 

„Mikil stemning var á fundinum og eindrægni í máli þess mikla fjölda flokksmanna Samfylkingarinnar sem fundinn sóttu,“ segir í tilkynningunni.

Listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, í Suðvesturkjördæmi:

  1. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur
  2. Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fv. alþingismaður
  3. Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi
  4. Finnur Beck, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur
  5. Sigurþóra Bergsdóttir vinnusálfræðingur
  6. Símon Birgisson dramatúrg
  7. Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur
  8. Steinunn Dögg Steinsen verkfræðingur
  9. Erna Indriðadóttir fjölmiðlamaður
  10. Hjálmar Hjálmarsson, leikari og leikstjóri
  11. Kolbrún Þorkelsdóttir lögfræðingur
  12. Kjartan Due Nielsen verkefnastjóri
  13. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri
  14. Hafsteinn Karlsson skólastjóri
  15. Gerður Aagot Árnadóttir læknir
  16. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, stjórnmálafræðinemi og ritari Samfylkingarinnar
  17. Hildur Guðmundsdóttir deildarstjóri
  18. Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar
  19. Ýr Gunnlaugsdóttir viðburðastjóri
  20. Gísli Geir Jónsson verkfræðingur
  21. Rósanna Andrésdóttir stjórnmálafræðingur
  22. Stefán Bergmann, líffræðingur og fv. dósent HÍ
  23. Jóhanna Axelsdóttir kennari
  24. Ingvar Viktorsson, kennari og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði
  25. Rannveig Guðmundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra
  26. Árni Páll Árnason, lögfræðingur, fv. alþingsmaður og ráðherra

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert