Jón Gnarr genginn í Samfylkinguna

Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar.
Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gnarr er genginn í Samfylkinguna. Hann hyggst vinna að framgangi flokksins í komandi kosningum. Þetta kom fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í kvöld. Hann á hins vegar ekki sæti á lista flokksins. 

Athygli vekur að Jón Gnarr sat sem borgarstjóri Reykvíkinga fyrir Besta flokkinn. Margir í þeim flokki fluttu sig yfir í flokkinn Bjarta framtíð. 

Á fundinum sagði Jón Gnarr að breytingar lægju í loftinu þar sem sósíaldemókratar væru að sækja í sig veðrið. Hann hyggðist leggja sitt lóð á vogaskálarnar í þeirri vegferð, að sögn Freys Rögnvaldssonar fjölmiðlafulltrúa Samfylkingarinnar.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert