Ræddu húsnæðisvanda ungs fólks

Fundur formanna á Rúv.
Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það spunnust líflegar umræður um ungt fólk hjá leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Rúv í kvöld. Flestir voru sammála um að það þyrfti að leysa íbúðarvanda ungs fólks sem væri á sama tíma að mennta sig, koma yfir sig þaki og jafnvel eignast börn.

Stjórnmálamenn voru með ýmsar útfærslur á því hvernig best væri að haga hlutunum í þeirra þágu. Bent var á ýmsar leiðir í þeim efnum t.d. að lækka vexti, afnema verðtryggingu, breyta um gjaldmiðil, breyta lífeyriskerfinu, byggja leiguíbúðir fyrir almannafé, lækka lóðaverð o.s.frv. 

Í tengslum við ungt fólk var einnig nefnd menntun til sögunnar, margir nefndu að efla þyrfti framhaldsskólakerfið og auka fjármagn til Háskólanna. Þorvaldur Þorvaldsson í Alþýðufylkingunni furðaði sig á því að 25 ára gömlu fólki væri meinað að sækja sér menntun í framhaldsskóla. „Ég var 47 ára þegar ég varð stúdent. Ekki get ég séð að samfélaginu hafi orðið meint af því,“ sagði  Þorvaldur og uppskar hlátur fyrir vikið. 

Mannekla í leikskólum borgarinnar var einnig nefnd á nafn þar sem viðbúið er að lokanir munu blasa við. Pálmey Gísladóttir formaður Dögunar benti á þennan vanda og kallaði eftir aðgerðum.  

Fundur formanna á Rúv.
Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert