Birgir leiðir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi

Frá stofnfundi Miðflokksins 8. október.
Frá stofnfundi Miðflokksins 8. október. Kristinn Magnússon

Birgir Þórarinsson, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, skipar fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. 

Birgir Þórarinsson, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, leiðir Miðflokkinn í …
Birgir Þórarinsson, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, leiðir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Birgir starfaði við yfirstjórn UNRWA, flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, í Mið-Austurlöndum og hefur sinnt verkefnum á vegum utanríkisráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Miðflokknum. Birgir var einnig varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi 2009-2013 og sat í sveitarstjórn sveitarfélagsins Voga. 

Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi, skipar annað sæti á listanum. Hann er fyrrverandi sveitarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. 

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í heild sinni: 

  1. Birgir Þórarinsson, sérfr. í alþjóðasamskiptum og guðfræðingur, Vogum.
  2. Elvar Eyvindsson, viðskiptafræðingur og bóndi, Rangárþingi eystra.
  3. Sólveig Guðjónsdóttir bæjarstarfsmaður, Árborg.
  4. Ásdís Bjarnadóttir garðyrkjubóndi, Hrunamannahreppi.
  5. Bjarni Gunnólfsson, hótel- og rekstrarfræðingur, Reykjanesbæ.
  6. Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, sölumaður og nemi, Reykjanesbæ.
  7. Herdís Hjörleifsdóttir félagsráðgjafi, Hveragerði.
  8. Jón Gunnþór Þorsteinsson húsasmíðanemi, Flóahreppi.
  9. Erling Magnússon lögfr., Árborg.
  10. G. Svana Sigurjónsdóttir myndlistarmaður, Kirkjubæjarklaustri.
  11. Sæmundur Jón Jónsson bóndi, Höfn Hornafirði.
  12. Gunnar Már Gunnarsson umboðsmaður, Grindavík.
  13. Ingi Sigurjónsson hamskeri, Vestmannaeyjum.
  14. Úlfar Guðmundsson héraðsdómslögmaður, Reykjanesbæ.
  15. Þóranna L. Snorradóttir grunnskólakennari, Grímsnes- og Grafningshreppi.
  16. Guðrún Tómasdóttir ferðaþjónustubóndi, Ölfusi.
  17. Hansína Ásta Björgvinsdóttir, eldri borgari, Þorlákshöfn.
  18. Valur Örn Gíslason pípulagningameistari, Ölfusi.
  19. Jafet Egill Ingvason lögregluvarðstjóri, Vík Mýrdal.
  20. Rúnar Lúðvíksson, fv. framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert