Biðst afsökunar á „klaufalegum ummælum“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir ummæli sín hafa verið klaufaleg.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir ummæli sín hafa verið klaufaleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra nýtti sér í dag Facebook til að fjalla um eigin ummæli í viðtalsþættinum Forystusætið á RÚV í gær. Kveðst Benedikt þar hafa notað „afar klaufaleg ummæli um tilefni stjórnarslitanna“, er hann sagði engan lengur muna um hvað málið snerist. „Þar var ég að vísa til meðferðar málsins í stjórnsýslunni síðastliðið sumar, en sannarlega ekki til þeirra brota að sem að baki lágu,“ segir Benedikt í færslu sinni.

„Það er fjarri mér að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandenda verða fyrir. Öllum ber að tala af virðingu og auðmýkt í þessu samhengi og ég bið alla aðila málsins innilega afsökunar.“

Óásættanlegt sé að slík mál séu hjúpuð leyndarhyggju og það sé skýr skoðun sín og Viðreisnar að upplýsa um alla þætti málsins. „Hefði það sjónarmið verið haft í heiðri hefðu allar upplýsingar legið á borðinu frá upphafi. Ég ítreka hve leitt mér þykir að hafa talað með þessum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert