„Málið er verulega alvarlegt“

Tvær vikur eru til kosninga.
Tvær vikur eru til kosninga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Yfirkjörstjórnir munu taka ákvörðun í næstu viku um hvernig bregðast skuli við vegna gruns um falsaðar undirskriftir á meðmælendalistum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis segir málið verulega alvarlegt. 

„Við erum ekki búin að taka ákvörðun um framhaldið vegna þess að einn kjörstjórnarmaður þurfti að fara erlendis í nótt. Við munum því ekki geta gert neitt fyrr en eftir mánudag,“ segir Ólafía Ingólfsdóttir formaður. 

Yfirkjör­stjórn­ir gerðu at­huga­semd­ir við und­ir­skrift­ir fram­boðslist­anna og hef­ur Íslenska þjóðfylk­ing­in dregið alla fjóra fram­boðslista sína til baka. Athugasemdirnar sneru að því að um sömu rit­hönd væri að ræða á und­ir­skrift­arlist­um fram­boðslist­anna.

„Við erum ekki búin að meta umfangið en sú vinna sem við lögðum í þetta í gær sýndi að málið er verulega alvarlegt,“ segir Ólafía og bætir við að tilfellin séu alltof mörg. „Við gerðum prófanir og tókum stikkprufur og þá kom í ljós að fólk kannaðist ekki við að hafa skrifað undir.“

Sambærilegt mál kom upp í aðdraganda forsetakosninganna 2012 en þá vísuðu yfirkjörstjórnir meint­um föls­un­um á und­ir­skrift­um á meðmæl­endal­ist­um Ástþórs Magnús­son­ar, for­setafram­bjóðanda, til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Þremur árum síðar var málið fellt niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert