Fimm Danir á kjörskrá

Nýhöfn í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Nýhöfn í Kaupmannahöfn í Danmörku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Þetta kom fram í skýrslu sem fulltrúar ÖSE unnu þegar þeir voru við kosningaeftirlit hér á landi fyrir komandi kosningar.

Það sama gildir um íslenska ríkisborgara í Danmörku sem voru einnig búsettir þar í landi fyrir þennan tíma, samkvæmt dönsku stjórnarskránni. Þetta er til komið vegna gagnkvæmra réttinda sem var samið um við sambandsslitin milli Íslands og Danmerkur, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki haldið sérstaklega utan um það hvort þeir sem eiga réttinn nýta sér hann. Ekki stendur til að breyta þessu en það er ljóst að þeim fer fækkandi sem eiga þennan rétt.  

Ákvæðið um rétt danskra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi er að finna í lögum nr. 18/1944 um réttindi danskra ríkisborgara á Íslandi, sjá hér og hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert