Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

Kvittað fyrir kjörseðlum.
Kvittað fyrir kjörseðlum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga.

Utanríkisráðuneytið hafði sent þangað rúmlega 200 kjörseðla og í gær voru þeir að klárast. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu átti að senda fleiri seðla út til ræðismanns Íslands á Benidorm, sem hélt kjörfund á Torrevieja í gær. Þar var þátttaka svo mikil að kjörgögn nánast kláruðust.

Fjölmargir Íslendingar búa á þessum slóðum eða eiga þar orlofshús, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert