Hvernig ríma skoðanir þínar við stjórmálaflokkana?

Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna?

Að þessu geturðu komist í lauflétt­um kosn­inga­leik mbl.is.

Kosn­inga­speg­ill mbl.is 2017

mbl.is fékk full­trúa þeirra 11 flokka sem hafa skilað inn fram­boðum fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber nk. til að svara 18 spurn­ing­um er varða stór og um­deild mál og nú gefst les­end­um kost­ur á að máta sig við svör flokk­anna með því að svara sömu spurn­ing­um.

Útreikn­ing­arn­ir byggjast á svör­um formanna stjórn­mála­flokk­anna, sem svöruðu hver fyr­ir sinn flokk, utan þess að Gunn­ar Bragi Sveins­son svaraði fyr­ir Miðflokk­inn. Níu flokk­ar bjóða fram í öll­um kjör­dæm­um en Dög­un í einu kjör­dæmi og Alþýðufylk­ing­in í fjór­um.

Góða skemmt­un!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert