Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og Vinstri græn næst stærst.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og Vinstri græn næst stærst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup og er með átta prósentustigum meira en næsti flokkur. Vinstri græn koma næst með 17,3%.

Greint er frá niðurstöðu nýjasta Þjóðarpúlsins hjá RÚV. Samfylkingin er með 15,5% fylgi, Miðflokkurinn 9,7%, Píratar 9%, Framsóknarflokkurinn 8,9% og Viðreisn 8,2%. 

Flokkur fólksins, Björt framtíð, Alþýðufylkingin og Dögun næðu, samkvæmt þessari könnun, mönnum ekki inn á þing. Flokkur fólksins mælist með 4%, Björt framtíð 1,5%, Alþýðufylkiningin 0,6% og Dögun 0,1%.

Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og var birt í morgun er Sjálfstæðisflokkurinn með 24,5% en VG 20,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert