Stefnir í spennandi kosningar

Starfsmenn sýslumanns og kjörstjórna sóttu í gærkvöldi atkvæði úr Smáralind, …
Starfsmenn sýslumanns og kjörstjórna sóttu í gærkvöldi atkvæði úr Smáralind, þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur farið fram, og fluttu þau til talningarstaðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsmenn ganga til kosninga í dag til Alþingis, í annað sinn á einu ári. Mikil þátttaka hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, mun meiri en á sama tíma í fyrra. Miðað við skoðanakannanir síðustu daga stefnir í spennandi kosningar og erfitt að ráða í hvaða flokkar muni ná að mynda ríkisstjórn.

„Nú eru aðstæður þannig, margir litlir flokkar, að þetta er flóknara en verið hefur. Ég held að það megi alveg eins búast við flókinni samningalotu nú eftir kosningar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, í umfjöllun um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá sýslumanni, segir að meiri þátttaka sé ekki endilega merki um að kjörsókn verði mikil. „Það er meiri utankjörfundaratkvæðagreiðsla en í alþingiskosningunum í fyrra en minni en í forsetakjöri 2016. Það þarf ekki að vera vísbending um góða kosningaþátttöku á kjörstað en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun [í dag]. Mikil utankjörfundaratkvæðagreiðsla gæti verið vegna þess að fólk er mikið á ferðinni,“ segir Bergþóra en rúmlega 4 þúsund fleiri einstaklingar hafa greitt atkvæði utankjörfundar í ár en í fyrra á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert