„Þörfnumst þess að fá velferðarstjórn“

Helga Vala Helgadóttir hlakkar til starfanna sem þingmaður og vonast …
Helga Vala Helgadóttir hlakkar til starfanna sem þingmaður og vonast eftir velferðarstjórn. Ljósmynd/Samfylkingin

„Þetta er auðvitað bara mjög ánægjulegt og ég er mjög þakklát fyrir allt það fylgi sem við fengum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Við vorum með rúm 5% í fyrra og erum núna með rúm 12% þannig þetta er auðvitað risa stökk. Ég er mjög glöð og bjartsýn og held að þetta verði eitthvað gott.“

Aðspurð segist Helga Vala hlakka til að taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Mér líst bara vel á það. Ég ætla að vanda mig eins og ég get. Það er loforð sem ég get gefið eftir kosningar og reyndar gaf ég það líka fyrir kosningar og ætla að standa við það.“

„Nú erum við auðvitað að vinna í því að kanna hvort það sé hægt að mynda stjórn og það er verkefnið alveg á næstunni,“ segir hún um áherslur sínar. „Ég vona að við berum gæfu til þess að mynda hér velferðarstjórn. Þetta er auðvitað svolítið tvísýnt núna en ég held að við þörfnumst þess að fá velferðarstjórn sem hugsar um almenning en ekki sérhagsmuni. Það eru svo mörg verk sem þarf að vinna og það er það sem brennur á mér, að auka jafnrétti og minnka misskiptingu. Það er okkar stærsta verkefni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert