Útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk

Af þingflokksfundi Pírata í Vonarstræti í dag.
Af þingflokksfundi Pírata í Vonarstræti í dag. Eggert Jóhannesson

„Við vorum náttúrlega bara að hittast þingflokkurinn til að fara yfir stöðuna,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata, við blaðamann mbl.is eftir þigflokksfund flokksins sem hófst í Vonarstræti kl. 15.30 í dag.

„Það er svo sem ekkert mikið frá því að segja núna bara fyrr en á morgun. Við erum að meta stöðuna eins og allir aðrir,“ segir Þórhildur Sunna. Eins og áður hafði komið fram sagði hún flokkinn reiðubúinn til þess að fara í ríkisstjórn en vildi ekki vera með yfirlýsingar varðandi mögulegt samstarf fyrr en eftir fundinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fram fer á morgun.

„Við útilokum ekki að tala við alla flokka en Sjálfstæðisflokkurinn er bara búinn að standa þannig að sínum málum að hann hefur stimplað sig út sem samstarfshæfur flokkur með sinni framkomu og hegðun undanfarin misseri. Við höfum alveg lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bara unnið þannig að það sé ekki hægt að vinna með honum og það skrifast bara á hann.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert