Logi Már braut kosningalög

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gengur af fundi forseta Íslands.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gengur af fundi forseta Íslands. mbl.is/​Hari

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tók dóttur sína, á unglingsaldri, með sér í kjörklefann þegar kosið var til Alþingis sl. laugardag.

Ólafur Rúnar Ólafsson, formaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir kosningalögin skýr en þar segir að þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn einn má vera.

„Lögin eru nokkuð skýr hvað þetta varðar, hins vegar getur það auðvitað gerst að okkar fólk í undirkjörstjórn hafi ekki áttað sig á þessu enda fjölmiðar og fleira fólk sem fylgir þegar formaður stjórnmálaflokks kemur á kjörstað,“ segir Ólafur.

Spurður hvort starfsfólk kjördeilda fái sérstakt námskeið eða leiðbeiningar segir hann það ekki í höndum yfirkjörstjórnar.

„Þetta er oftast vant fólk sem situr í kjördeildum og passað er upp á að óvant fólk raðist ekki saman.“

Jafnframt bendir hann á að farið sé yfir helstu mál þó ekki sé haldið sérstakt námskeið.

Fundað með fólki í Reykjavík

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, vísar til ákvæða kosningalaga sem hún segir nokkuð skýr. Spurð um leiðbeiningar til starfsmanna í kjördeildum bendir hún á að það hafi tíðkast í Reykjavík að funda með öllum sem komi að kosningunni.

„Þá er farið yfir öll helstu mál en síðan er þetta í höndum kjörstjórnar á hverjum stað að framfylgja lögunum,“ segir Kristín.

Ljóst er að Loga var ekki heimilt að taka dóttur sína með inn í kjörklefann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert