Atkvæðagreiðsla um ESB ekki skilyrði

Logi Már Einarsson á Bessastöðum.
Logi Már Einarsson á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn ekki setja það sem skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðunum að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið.

Hann sagði í kvöldfréttum RÚV að sett verði á dagskrá gott samstarf við ESB.

„Meginverkefni næstu ríkisstjórnar verður hins vegar að skipta gæðum jafnar og byggja upp réttlátt samfélag þar sem allir þegnarnir fá sín tækifæri og fá að vera með,“ sagði hann og bætti við að í augnablikinu nái flokkurinn því ekki fram sem hann hefði helst viljað.

Hann bætti við að Samfylkingin þurfi að vera skynsöm og raunsæ ef hún ætlar að vera áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert