Katrín mætt á fund forseta

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, …
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. mbl.is/Hari

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er mætt til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Guðni boðaði Katrínu á sinn fund fyrr í dag og hófst fundurinn á slaginu kl. 16:00. Aðspurð á leið sinni inn á fund forseta kvaðst Katrín ekki vita hversu langur fundurinn yrði en hún hyggst ræða við fjölmiðla að honum loknum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Bessastöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Bessastöðum í dag. mbl.is/Hari

Í morg­un áttu full­trú­ar Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar og Pírata fund í hús­næði Alþing­is þar sem rætt var hvort mál­efna­leg­ur grund­völl­ur væri fyr­ir stjórn­ar­sam­starfi. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is náðist sam­komu­lag um það á fund­in­um að þess­ir fjór­ir flokk­ar myndu hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður. Katrín mun því óska eft­ir því við for­seta Íslands að hún fái umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert