Spyr hvort forsetinn hafi verið blekktur

Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spyr á Facebook-síðu sinni hvort forseti Íslands hafi verið blekktur þegar hann féllst á beiðni formanns Vinstri grænna um að fá stjórnarmyndunarumboðið.

Bergþór segir að forsetinn hafi veitt umboðið til að mynda meirihlutastjórn en ekki minnihlutastjórn, og vísar þar með til orða sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi látið falla um að vilji ekki taka þátt í stjórn­ar­meiri­hluta sem hefði minni­hluta kjós­enda að baki sér.

Bergþór segir að Björn hafi ítrekað lýst því yfir opinberlega að hann sé ekki væntanlegur stjórnarþingmaður á bak við slíka stjórn. Hann verði ekki stjórnarþingmaður en muni taka afstöðu til einstakra mála. Bergþór heldur því fram að núverandi stjórnarmyndunarviðræður, sem hefur eins manns meirihluta, snúist því um myndun minnihlutastjórnar. Hann spyr hvaða umboð þeir hafi til þess. 

Í viðtali við Stundina, sem birtist í dag, segir Björn Leví hins vegar, að hann muni tryggja þennan meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Hann segir ennfremur, að Píratar skilji að ríkisstjórnarsamstarfið sé stærra en flokkurinn.



Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert