VG hafi gert grundvallarmistök

Atli Gíslason.
Atli Gíslason. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstrihreyfingin – grænt framboð gerði nokkur grundvallarmistök í kosningabaráttu sinni. Hefðu kosningar farið fram viku síðar er líklegt að fylgi flokksins hefði minnkað enn meira á kostnað frekari fylgisaukningar Sjálfstæðisflokksins.

Þetta segir Atli Ingibjargar Gíslason, fv. þingmaður VG. Hann segir VG hafa lent í þeirri gildru að reyna að verja mikið fylgi í skoðanakönnunum, í stað þess að sækja fram og treysta stuðninginn í sessi. „VG vildi ekki rugga bátnum,“ segir hann.

Voru með 30% fylgi í byrjun

Í kjölfar þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu 15. september mældist VG með forskot á aðra flokka í skoðanakönnunum. Til dæmis mældist VG með 30% stuðning í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið 19. til 21. september. Það hefði skilað 22 þingmönnum. Til samanburðar fékk VG 15,9% atkvæða í þingkosningunum í fyrrahaust og 10 þingmenn. Flokkurinn bætti við sig einu prósentustigi og einum þingmanni í nýafstöðnum kosningum, er nú með 11 þingmenn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Atli málefni VG hafa verið „afar almenn“ í kosningabaráttunni. Þar hafi ekki verið neitt sem hönd á festi. Fyrir vikið hafi kjósendur ekki vitað hvar þeir hefðu flokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert