Meira en persónulegur ágreiningur

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Svolítið merkilegt að hlusta á formann Miðflokksins lýsa því yfir að hann vilji gjarnan vinna með Framsóknarflokknum í ríkisstjórn – sami maður og vildi ekki vinna með þingflokki Framsóknarflokksins á Alþingi í heilt ár ...og sami maður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum og stofnaði nýjan flokk svo hann gæti fengið að vera formaður í friði.“

Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni og beinir þar spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Hún furðar sig enn fremur á tali um persónulegan ágreining á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs.

„Fór það alveg fram hjá þessu fólki þegar þingflokkur Framsóknar setti SDG af sem forsætisráðherra og fól SIJ að taka við þeim sprota? Fór það líka framhjá fólki þegar SDG rauk út af flokksþingi í Háskólabíói þegar hann tapaði í formannskosningu – sakaði flokksmenn síðan um svindl? Halda menn í alvörunni að um sé að ræða persónulegan ágreining tveggja manna – eða eiga einhverjir hagsmuna að gæta með því að halda slíkum hugmyndum á lofti?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert