Þingflokkur VG fundar í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Fundað hefur verið undanfarna tvo daga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en ekki er gert ráð fyrir fundum í dag.

Þess í stað verður þingflokksfundur hjá VG síðdegis þar sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður hans, munu greina þingflokknum frá því hvernig viðræðurnar hafa gengið. Ákvörðun um frekari fundi flokkanna þriggja verður væntanlega tekin í framhaldinu.

Frétt mbl.is: „Þetta hefur bara gengið vel“

Ólíklegt þykir að þingflokkur Framsóknarflokksins fundi í dag en gert er hins vegar ráð fyrir að hann fundi á morgun samkvæmt heimildum mbl.is. Ekki liggur heldur fyrir hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í dag. 

Katrín sagði í samtali við mbl.is í gær eftir að fundum dagsins með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lauk að það færi að koma að því að fá þurfi botn í það hvort viðræður flokkanna þriggja væru eitthvað sem hægt væri að klára. Það myndi væntanlega skýrast strax eftir helgi.

Katrín sagði að áhersla hefði verið lögð á það á fundum flokkanna til þess að kortleggja stóru málin, meðal annars uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, og sú vinna hefði gengið vel. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert