Hvatt til að snúa sér til Samfylkingar

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Ungir jafnaðarmenn hvetja ungt vinstrisinnað fólk til að skrá sig í Samfylkinguna og taka þátt í starfinu þar. Greint var frá þessu á Twitter-síðu Ungra jafnaðarmanna fyrir nokkrum mínútum.

Ungir jafnaðarmenn eru ungliðahreyfing Samfylkingarinnar en tímasetning tísts þeirra er líklegast engin tilviljun. Nú í hádeginu samþykkti þingflokkur VG að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn en ýmsir stuðningsmenn VG hafa lýst óánægju með fyrirhugaðar viðræður.

Níu þingmenn VG samþykktu að hefja viðræðurnar en tveir þeirra, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu gegn því. Rósa Björk sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hún bæri ekki traust til Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert