Baðst lausnar frá bæjarstjórn

Ólafur Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.

Ólafur Þór Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, baðst í dag lausnar frá bæjarstjórn Kópavogs, en þangað var hann fyrst kosinn árið 2006. Ólafur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Hann þakkar öllum sem hafa stutt hann í starfinu í bæjarstjórn, og jafnframt þeim sem hann hefur þar starfað með, fyrir samstarfið.

Ólafur er ekki alveg ókunnur starfinu sem við tekur á Alþingi því hann hefur verið varaþingmaður Vinstri grænna með hléum frá árinu 2009.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert