Vonar að það haldi áfram að ganga vel

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf …
Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf fyrsta formlega fundarins í gærmorgun. mbl.is/Eggert

„Við hófum þetta í gær og það gekk ljómandi. Við höldum áfram í dag og svo fer þetta að skýrast undir lok vikunnar,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn.

„Það er verið að vinna á ýmsum stöðum. Það er að mörgu að hyggja, bæði að viða að sér efni og eins að setjast niður, ræða saman og skrifa málefnasamninga. Það er ýmislegt sem þarf að gera.”

Spurður út í málefnaágreining segir hann að allt hafi gengið ljómandi vel í gær. „Við vonumst til að það haldi áfram að ganga vel.”

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að menn séu í miðjum klíðum í viðræðunum. „Við erum að reyna að ná utan um þetta eins og við getum.”

Sigurður Ingi á leið á fundinn í gærmorgun.
Sigurður Ingi á leið á fundinn í gærmorgun. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert