Sigurður Ingi: „Klókt útspil“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir í ráðherrabústaðinn.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir í ráðherrabústaðinn. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta gengur bara ágætlega en þetta er auðvitað heilmikil vinna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir utan ráðherrabústaðinn þar sem hann fundar nú með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarmyndunar.

Hann sagði að heildarmyndin hafi verið rætt lítillega á meðal þeirra, þar á meðal ráðherraskipan.

Spurður út í fyrirhugaðan fund formannanna með Samtökum atvinnulífsins og ASÍ í dag sagði hann: „Við ákváðum að þar sem þessi kjaralota sem er framundan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins í aðdragandanum til þess að við áttum okkur á stöðunni í heild sinni. Ég held að það hafi verið klókt útspil.“

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn þeirra …
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn þeirra þriggja flokka sem nú ræða ríkisstjórnarmyndun, hittust í ráðherrabústaðnum eftir hádegi í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert