Þingsetningin má bíða í nokkra daga

Þingflokksformenn funda með Steingrími J. Sigfússyni um þingbyrjun.
Þingflokksformenn funda með Steingrími J. Sigfússyni um þingbyrjun. mbl.is/​Hari

Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að senn komi að því að taka þurfi ákvörðun um að kalla Alþingi saman, en sá tími sé samt sem áður ekki runninn upp.

„Við getum alveg beðið í nokkra sólarhringa ef hér er verið að mynda nýja ríkisstjórn, sem margt virðist benda til að geti gerst á næstu dögum,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur segir að vissulega myndi það einfalda málið ef þing yrði ekki kallað saman fyrr en eftir að búið væri að mynda nýja ríkisstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert