Styttist í nýja ríkisstjórn

Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda.
Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda. mbl.is/​Hari

„Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær.

„Vinnan mun þó taka einhverja daga í viðbót og það er ekki síst vegna þess að við þurfum líka að vinna að fjárlagagerð samhliða því að skrifa málefnasamning,“ segir Katrín en formenn flokkanna þriggja sem nú eiga í viðræðum funduðu í ráðherrabústaðnum í gær.

„Við eigum eftir einhverja daga í þessa vinnu og við erum ekki búin að leysa öll mál,“ segir Katrín í um stjórnarmyndunartilraunirnar í Morgunblaðinu í dag. Hún telur að ef flokkarnir nái á annað borð að leysa öll mál ættu þau að skýrast eftir helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert