Stjórnarandstaðan svarar í dag

Stjórnarandstaðan er óánægð með tilboð ríkisstjórnarflokkanna.
Stjórnarandstaðan er óánægð með tilboð ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna.

Frekar er búist við að þeir taki boðinu. Verði það niðurstaðan þurfa þeir í kjölfarið að skipta embættunum á milli flokkanna fimm, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stjórnarandstöðuflokkunum stendur til boða að tilnefna formenn þriggja fastanefnda, þ.e. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, velferðarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar, og í tiltekin varaformannsembætti. Einnig þriggja alþjóðanefnda, þ.e. Vestnorræna ráðsins og í þingmannanefndir ÖSE og EFTA. Kosið verður í nefndir á þingsetningardegi næstkomandi fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert