Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti Alþingis með 54 atkvæðum …
Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti Alþingis með 54 atkvæðum gegn fimm. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði.

Sex voru kjörnir varaforsetar Alþingis og eru þeir:

Guðjón S. Brjánsson

Brynjar Níelsson

Þorsteinn Sæmundson

Þórunn Egilsdóttir

Jón Þór Ólafsson

Bryndís Haraldsdóttir

Þá voru þau Inga Sæland og Þorsteinn Víglundsson valin áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd.

Vakti Steingrímur í ræðu sinni athygli á að það skyggði á setningu þings nú að hlutur kvenna hafi minnkað frá síðustu kosningum. „Á einu ári féllum við úr 4. sæti niður í það 17.,“ sagði Steingrímur og kvaðst vona að þetta verði flokkunum hvatning að efla hlut kvenna á listum sínum.

Þá sagði hann þá miklu umfjöllun um #MeToo-byltinguna sem hér á landi hefur gjarnan verið nefndi Í skugga valdsins, ekki hafa látið neinn ósnortinn.

Hann hafi nú fengið afhent bréf 40 karla á þingi um málið og vilji sé fyrir því að efna til sérstaks fundar með þingmönnum strax á næsta ári. „Eins eigi að endurskoða siðareglur þingmanna þannig að þær taki með skýrum hætti til þess sem ekki telst viðeigandi í þessum efnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert