„Meirihlutinn virðist ætla að halda“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Eyþór Arnaldsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Eyþór Arnaldsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ljósmyndir/mbl.is

„Það virðist ekki ætla að breytast að meirihlutinn í Reykjavík heldur, eftir nokkrar kannanir í röð sem sýna það,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri. Morgunblaðið birti í morgun könnun þar sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mælast langstærstir flokka í borginni.

Samfylkingin stærst með átta borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur með sjö. Miklu munar á fylgi flokkanna eftir hverfum borgarinnar.

Grétar Þór segir fylgi Samfylkingarinnar haggast lítið og telur Sjálfstæðisflokkinn ekki ná þeirri sókn sem til stóð að leggja upp í. „Alla vega ekki enn þá,“ segir Grétar en bætir þó við að mikil umræða hafi verið um borgarmálin síðastliðnar vikur og kjósendur hafi ekki getað flúið undan þeirri umræðu.

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur.
Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Það getur vel verið að fólk eigi eftir að setja sig betur inn í hlutina, en meginmálefnin eru komin fram fyrir þó nokkru síðan, og borgarmálin hafa verið áberandi í fjölmiðlaumfjöllun og umræðuþáttum. Kjósendur vita hvað þeir eru að fara að kjósa um hvort sem þeir eru búnir að setja sig í kosningagírinn eða ekki,“ segir Grétar.

Spurður hvort einhver dæmi séu um miklar breytingar á fylgi flokka í aðdraganda kosninga segir Grétar nýjasta dæmið vera andstöðu Framsóknarflokksins við moskuna rétt fyrir síðustu kosningar þar sem fylgi flokksins fór úr tveimur, þremur prósentum upp í tíu prósent á skömmum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert