Fleiri framboð í flestum stærstu sveitarfélögunum

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls munu sextán listar bjóða fram í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir nítján daga. Þetta varð ljóst síðdegis í gær þegar yfirkjörstjórn úrskurðaði öll framboð sem bárust gild. Einn frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar hafði ekki kjörgengi og þurfti að strika hann út af listanum.

Níu flokkar bjóða fram í Kópavogi, einum fleiri en fyrir fjórum árum. Í Hafnarfirði verða átta flokkar í framboði en voru sex síðast. Það sama gildir um Reykjanesbæ og Mosfellsbæ. Sjö flokkar bjóða fram á Akureyri rétt eins og síðast en í Árborg bjóða sex flokkar fram, voru fimm síðast.

Engir listar voru lagðir fram í fimmtán sveitarfélögum. Í þessum sveitarfélögum verða því óhlutbundnar kosningar eða persónukjör.

Í fjórum sveitarfélögum barst aðeins einn framboðslisti. Halldór Jónsson, sem situr í kjörstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, eins þeirra, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar aðeins einum lista væri skilað inn væri framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Berist ekki fleiri framboð er listinn sjálfkjörinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert