Vilja fjölskylduvænni og grænni Kópavog

Vinstri græn bjóða fram í Kópavogi undir yfirskriftinni: „Fjölskylduvænni og …
Vinstri græn bjóða fram í Kópavogi undir yfirskriftinni: „Fjölskylduvænni og grænni bær.“ Ljósmynd/Aðsend

Vinstri græn í Kópavogi kynntu stefnumál sín fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Náttúrufræðistofu Kópavogs í dag.

Yfirskrift stefnu Vinstri grænna í Kópavogi er: „Fjölskylduvænni og grænni bær“ og leggur framboðið áherslu á velferð bæjarbúa og umhverfismál. Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, um­hverf­is­fræðing­ur og kenn­ari, leiðir list­ann.

Frétt mbl.is

Húsnæðismál og skóla- og frístundamál voru í forgrunni þegar stefna flokksins var kynnt í dag. „Húsnæðismál eru sett á oddinn, því öruggt og heilsusamlegt húsnæði er grundvallar mannréttindi,“ segir í tilkynningu frá Vinstri grænum í Kópavogi.

Þá segja frambjóðendur flokksins að það sé algjörlega óásættanlegt að meðal biðtími eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi sé 3 ár. Meðal þeirra sem bíða eru barnafjölskyldur, þar sem börnin búa við tíða flutninga og ótryggar aðstæður.“ Flokkurinn vill koma á samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við að leysa vandann.  

Vinstri græn í Kópavogi vilja jafnframt styrkja leik- og grunnskóla, tryggja öllum börnum aðgengi að tómstundum, vinna gegn loftslagsbreytingum og mengun, tryggja öldruðum góða þjónustu í heimbyggð, stórauka uppbyggingu stígakerfis og efla almenningssamgöngur, meðal annars með uppbyggingu Borgarlínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert