Spáir konu sem borgarstjóra

Vigdís Hauksdóttir ásamt Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins.
Vigdís Hauksdóttir ásamt Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta kemur mér afskaplega mikið á óvart. Ég rökstyð það með vísan til úrslita kosninganna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, spurð út í meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, VG og Viðreisnar sem hefjast á morgun.

„Það hlýtur að vera vel boðið á vinstri vængnum. Ég ætla að leggja fram spádóm um að ef þessar viðræður enda með meirihlutasamstarfi þá sjáum við konu sem borgarstjóra og hún heitir Þórdís Lóa,“ bætir hún við og á þar við oddvita Viðreisnar.

Vigdís segir það óskandi, ef meirihlutaviðræðurnar bera árangur, að sterkur málefnasamningur náist sem hafi hag borgarbúa að leiðarljósi. Meirihlutinn vinni fyrir fólkið en ekki fjármagnið.

„Ég óska þeim alls hins besta í þessari vinnu sem fram undan er, hvert sem hún leiðir þau.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert