Meirihlutaviðræður hafnar

mbl.is/Freyr

„Ég er með Pawel, Þórdísi Lóu og Elínu í lyftu og það er gaman,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, við mbl.is. Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata hófu formlegar meirihlutaviðræður rétt fyrir hádegi í dag.

Flokkarnir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður en tveir full­trú­ar frá hverj­um flokki taka þátt í þeim.

Mark­miðið er að sam­starfs­sátt­máli nýs meiri­hluta liggi fyr­ir vel tím­an­lega fyr­ir fyrsta borg­ar­stjórn­ar­fund nýrr­ar borg­ar­stjórn­ar 19. júní næst­kom­andi.

„Nú ætlum við að setjast niður og fara yfir þetta,“ sagði Líf og bætti við að allt tal um kröfur hvers flokks fyrir sig ætti eftir að koma í ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert