Skiptir máli að mæta á kjörstað

„Það skiptir miklu máli að mæta á kjörstað og skila …
„Það skiptir miklu máli að mæta á kjörstað og skila sínu.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldóra Mogensen, þingflokksmaður Pírata, greiddi sitt atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Halldóra segist vera jákvæð og spennt fyrir deginum. 

„Nú gefst okkur tækifæri til að breyta samfélaginu þannig við getum betur tekist á við þessar helstu áskoranir samtímans. Við getum ekki lengur staðið vörð um óbreytt kerfi þegar allur heimurinn er að taka svona gríðarlegum breytingum,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. 

Halldóra hvetur alla til þess að kjósa, og sérstaklega ungt fólk. Hún bætir við að kosningabaráttan hafi verið ofboðslega skemmtileg og hefur trú á því að skilaboð flokksins hafi náð til kjósenda. 

„Það skiptir miklu máli að mæta á kjörstað og skila sínu.“

Halldóra Mogensen greiddi sitt atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Halldóra Mogensen greiddi sitt atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert