Alþingiskosningar 2016

Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar

28.1. Vinnsla skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, leiðréttinguna, lauk um miðjan október í fyrra áður en síðustu alþingiskosningar fóru fram. Fyrstu efnisgrein skýrslunnar var bætt við hana núna í janúar og var hún í framhaldinu birt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 18. janúar. Meira »

„Báknið byggt upp“

26.1. Forsætisráðherra og þingmenn Vinstri grænna tókust á um breytta skipan ráðuneyta í umræðum um málið á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði skiptinguna skerpa á forystu í ákveðnum málaflokkum, en Steingrímur J. Sigfússon sagði málið pólitíska ákvörðun til að fjölga ráðherrum. Meira »

Buðu ákveðnum einstaklingum formennsku

25.1. „Þetta eru rosaleg vonbrigði af því að þetta eru svo mörg skref aftur í tímann. Svo er þetta þvert á öll fyrirheit um breytt vinnubrögð,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, í samtali við mbl.is. Útlit er fyrir að allar átta fastanefndir Alþings verði undir formennsku stjórnarliða. Meira »

„Frelsi fylgir ábyrgð“

24.1. Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, gerði mikilvægi frjálslyndra gilda og utanríkismál að aðalumræðuefni sínu á Alþingi í kvöld. Meira »

Bjartsýni, samvinna, samstarf

24.1. Bjartsýni, samvinna, samstarf og traust var Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, ofarlega í huga í ræðu sinni á Alþingi. Hún benti á að í adraganda kosninga hefði verið rætt um að breyta vinnubrögðum á þingi og auka traust um störf helstu lykilstofnana eftir hrunið. Meira »

Ósamræmi á milli loforða og stefnu

24.1. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikils ósamræmis gæta þegar borin eru saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar. Meira »

„Vonandi hafa þeir lært af sinni villu“

24.1. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í framhaldi af stefnuræðu forsætisráðherra að Framsóknarflokkurinn hafi fyrir kosningarnar 2013 sett tvö veigamikil atriði á oddinn sem urðu til þess að hlutirnir fóru að ganga betur á Íslandi. Meira »

Ráðherrar birti mikilvægar upplýsingar

24.1. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sagði í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra, að Bjarni Benediktsson hafi í starfi sínu sem fjármálaráðherra leynt upplýsingum sem fram komu um eignir Íslendinga í skattaskjólum í aðdraganda kosninga. Meira »

„Við sækjumst eftir framförum“

24.1. Ný ríkisstjórn mun hafa jafnvægi og framsýni að leiðarstefi á kjörtímabilinu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að það færi okkur jafnvægi,“ sagði Bjarni. Meira »

Stefnt að lendingu í dag

20.1. Formenn þingflokka funduðu í morgun um formennsku í nefndum Alþingis en fundahöld hafa staðið yfir undanfarna daga vegna þess. Stefnt er að því að halda þeim áfram klukkan tvö í dag. Er markmiðið að lenda málinu í dag samkvæmt heimildum mbl.is. Meira »

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfisráðherra

17.1. Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku. Meira »

Línur lagðar um formennsku nefnda

14.1. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu formenn stjórnarflokkanna ásáttir um að Sjálfstæðisflokkur fengi formennsku í fimm fastanefndum Alþingis, Viðreisn í einni nefnd og stjórnarandstöðunni yrði boðin formennska í tveimur. Meira »

Gylfi aðstoðar Benedikt

13.1. Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra.  Meira »

Enginn rólegur dagur framundan

13.1. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að farið hafi verið yfir skipulag og taktísk atriði á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar. „Hafi einhver ráðherra verið að velkjast í vafa um hvort það væri rólegur dagur framundan, þá eftir þennan fund held ég að öllum megi vera ljóst að það er ekki." Meira »

Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn

13.1. Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hófst klukkan 9.30.  Meira »

Lítill stuðningur við ríkisstjórnina

26.1. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í nýrri skoðanakönnun MMR. Það er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu. Meira »

Gaf frá sér formennsku í þremur nefndum

25.1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tjáir sig um skipan nefnda Alþingis á Facebook-síðu sinni. Þar segir að hann að stjórnarandstaðan hafi gefið frá sér formennsku í þremur nefndum því hún hafi ekki getað komið sér saman um hvað ætti að falla í hlut hvers. Meira »

Framsýni, forvarnir og friðun

24.1. Eigendastefna verður gerð fyrir Landsvirkjun, ekki verður efnt til ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju, Þjórsárver og Kerlingafjöll verði friðuð. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, við þingsetningu í kvöld. Meira »

„Ekkert nýtt, engin stefna, engin sýn“

24.1. „Við erum engu nær um það til hvers þessi ríkisstjórn var mynduð,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Meira »

Vaxandi ójöfnuður

24.1. Hlýnun loftslags og vaxandi ójöfnuður í heiminum tengjast órjúfanlegum böndum og eru helstu áskoranir sem við stöndum frami fyrir. Þetta kom fram í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í kvöld. Meira »

Ætti að fjalla um markmið og leiðir

24.1. Stefnuræða á að fjalla um markmið og leiðir í stað útlistunar á almennum hugtökum eins og stöðugleika, jafnvægi og framsýni. Þetta sagði Ari Trausti Jónsson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, um stefnuræðu forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar á Alþingi í kvöld. Meira »

Segja „skattaskjólunum stríð á hendur“

24.1. „Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í ræðu sinni. Meira »

Katrín Jakobs minnist Birnu

24.1. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld með því að ræða samhug og samstöðu þjóðarinnar vegna máls Birnu Brjánsdóttur. „Við skulum öll standa saman gegn ofbeldi og tryggja að unga fólkið okkar fái að eiga framtíð sína í friði." Meira »

Engin niðurstaða um nefndarskipan

20.1. Formenn þingflokka hafa fundað tvívegis í dag um formennsku í nefndum Alþingis. Að sögn Birgis Ármannssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, reikna þeir með því að hittast eða vera í sambandi aftur seinnipartinn í dag. Ekki er ljóst hvort málin muni skýrast í dag. Meira »

Laufey aðstoðar dómsmálaráðherra

18.1. Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Laufey Rún hefur þegar hafið störf. Hún starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Meira »

Funda um formenn á morgun

17.1. Til stendur að þingflokksformenn fundi óformlega á morgun um það með hvaða hætti formennsku í þingnefndum verður skipt á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur tíma að framkvæma

13.1. Guðlaugur Þór Þórðarson nýskipaður utanríkisráðherra segir að það sé margt sem hann vilji framkvæma í sinni ráðherratíð. mbl.is ræddi við hann eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn í morgun en Guðlaugur segir að hlutirnir gerist sjaldnast mjög hratt í utanríkismálunum þar sem að flest skref séu ákveðin í samráði við aðrar þjóðir. Meira »

Eiga að mæta lesin á næsta fund

13.1. „Forsætisráðherra var að kynna okkur vinnubrögð fyrir nýja ráðherra,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundinum í morgun. Allir ráðherrar fengu þykkar handbækur um störf ráðherra. „Við eigum að mæta lesin í þessu á fund í næstu viku.“ Meira »

Skilgreiningin á stöðugleika of þröng

13.1. Það er óskandi að ný ríkisstjórn fari í uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á réttum forsendum og bæti og byggi upp það kerfi sem þegar er til staðar í stað þess að færa reksturinn í hendur einkaaðila. Þetta mat BSRB, sem segir nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg erfið verkefni og rétt að óska hennar velfarnaðar í störfum sínum. Meira »

Millidómstigið og löggæslan brýn mál

12.1. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal] þannig að ég mun bara setja mig strax inn í það.“ Meira »