Bárðarbunga

4,1 stigs skjálfti í Bárðarbungu

9.12. Jarðskjálfti sem mældist 4,1 stig varð í Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan 6.19 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands nú að fara yfir þau gögn sem hafa borist. Meira »

Sá stærsti frá goslokum

27.10. Laust fyrir miðnætti mældust fjórir stórir skjálftar (yfir þremur að stærð) við norðurrima Bárðarbungu.   Meira »

Engin merki um gosóróa

6.10. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey í nótt sem og við Bárðarbungu en að sögn Bjarka Friis, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru engin merki um gosóróa. Litlir sem engir skjálftar hafa mælst undanfarnar tvær klukkustundir. Meira »

Stórir skjálftar í Bárðarbungu

27.8. Tveir frekar stórir jarðskjálftar mældust með þriggja mínútna millibili í Bárðarbungu í nótt, rétt fyrir klukkan tvö. Sá fyrri, 3,8 að stærð, varð klukkan 1.42 og sá seinni, 4,2 að stærð, þremur mínútum síðar. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

2.8. „Hún er bara aðeins að minna á sig,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um hrinu smáskjálfta í Bárðarbungu nú á tólfta tímanum í morgun. Enn á eftir að yfirfara mælingar en samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum var sá stærsti tæplega 4 að stærð. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

8.3. Skammvinn jarðskjálftahrina mældist í suðurbrún Bárðarbungu öskjunnar í nótt. Stærstu skjálftarnir voru 3,9 og 4 stig.  Meira »

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

1.3. Fimm jarðskjálftar, sem allir eru þrjú stig eða meira, mældist í Bárðarbungu á tæpum klukkutíma í morgun. Stærsti skjálftinn mældist 4,1 stig en hann reið yfir tæplega níu í morgun. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

23.1. Jarðskjálfti varð við Bárðarbungu nú á tíunda tímanum, en samkvæmt mælum Veðurstofunnar var hann 3,9 að stærð, um 6,1 kílómetra austsuðaustan við Bárðarbungu. Meira »

Skjálftar í Bárðarbungu

1.1. Nokkrir jarðskjálftar urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli í gær. Þrír voru yfir þrír að stærð en sá stærsti mældist 3,9 stig.  Meira »

Tveir skjálftar í Bárðarbungu

20.12. Tveir jarðskjálftar, sem mældust 3 og 3,1 stig, urðu í Bárðarbunguöskjunni klukkan 9:36. Engir eftirskjálftar hafa verið og engin merki sjást um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

19.11.2016 Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 reið yfir í skjálftahrinu sem hófst kl. 4.51 í nótt í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Hrinan stóð yfir í um fjörutíu mínútur og fylgdi tugur eftirskjálfta í kjölfarið, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Skjálfti upp á 3,5 stig

27.10.2016 Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir rúmlega tvö í nótt í Bárðarbunguöskjunni. Upptök skjálftans voru 2,9 km austsuðaustur af Bárðarbungu. Meira »

Skjálfti upp á 3,7 stig

5.10.2016 Jarðskjálfti af stærð 3,7 varð klukkan 08:22 í morgun í norðan verðri Bárðarbunguöskjunni. Nokkrir eftirskjálftar fylgdi í kjölfarið, sá stærsti var 3,0 að stærð. Meira »

Tveir skjálftar yfir 3 stig

3.9.2016 Tveir jarðskjálftar yfir þrjú stig urðu í Bárðarbunguöskjunni síðdegis í gær.   Meira »

Ekki miklar áhyggjur af „þristum“

28.8.2016 Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í Bárðarbungu snemmkveldis, sá stærsti þeirra 3,2 að stærð. Rólegt hefur verið yfir eldstöðinni síðan. „Svona einn og einn þristur, við fáum ekki miklar áhyggur af þeim,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

21.11. Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

Skjálfti að stærð 4,1 í Bárðarbungu

24.10. Jarðskjálfti af stærð 4,1 varð í Bárðarbunguöskjunni kl. 14.18. Kl. 14.54 varð skjálfti af stærð 3,4 á sömu slóðum. Enginn gosórói er sjáanlegur. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

7.9. Skjálftahrina hófst í Bárðarbungu klukkan 2:15 í nótt þegar skjálfti af stærð 4,1 mældist í norðanverðri öskjunni.  Meira »

Stærsti skjálftinn mældist 4,5

2.8. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist í skjálftahrinu í Bárðarbungu laust fyrir hádegi í dag var 4,5 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 11:24 og átti upptök sín við norðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar. Að sögn sérfræðings eru engin merki um gosóróa á svæðinu. Meira »

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

20.5. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Sá fyrri var af stærð 3,8, en sá seinni var 3,9 að stærð. Meira »

Ekki gosórói í Bárðarbungu

1.3. Jarðskjálftahrina sem mældist í Bárðarbungu í morgun tengist ekki gosóróa á svæðinu, samkvæmt upplýsingum sérfræðings á veðurstofu Íslands. Meira »

Skjálftahrina í Bárðarbungu

30.1. Skjálftahrina er nú í gangi í Bárðarbungu og er ekki ljóst hvort henni sé lokið. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,4 stig, samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands. Þónokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þar á meðal einn af stærðinni 3,5. Meira »

Skjálfti upp á 3,3 stig

6.1. Jarðskjálfti, sem mældist 3,3 stig að stærð og átti upptök sín í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni reið yfir klukkan 11:10 í morgun. Engin merki sjást um gosóróa. Meira »

Skjálfti upp á 2,8 stig

21.12. Jarðskjálfti sem mældist 2,8 reið yfir um hálfsex í morgun í Bárðarbunguöskjunni. Tveir skjálftar mældust þar í gærmorgun.  Meira »

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

12.12.2016 Skjálftahrina varð í Bárðarbunguöskjunni í nótt milli klukkan fjögur og fimm. Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð klukkan 4:29. Meira »

Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

5.11.2016 Skjálfti mældist um eittleytið í Bárðarbunguöskju í dag. Hann nam 3,1 stigi og fylgdi honum minni eftirskjálfti.   Meira »

Jörð skalf við Bárðarbungu

15.10.2016 Jarðskjálfti af stærð 3,5 varð í Bárðarbungu í nótt klukkan 3:21. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Sá stærsti varð um klukkan fjögur og var einnig 3,5 að stærð. Meira »

Skjálfti upp á 3,6 stig

19.9.2016 Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð við Húsmúla á Hellisheiði klukkan 22:29 í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í Hveragerði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Meira »

Skjálfti að stærð 3,8 í Bárðarbungu

30.8.2016 Skjálfti af stærðinni 3,8 mældist 5,7 kílómetrum norðaustur af Bárðarbungu um klukkan hálf tvö í dag.  Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 í Bárðarbungu

3.8.2016 Jarðskjálfti að stærð 3,9 varð í norðanverðri Bárðarbungaöskju klukkan 16:15 í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »