Barkaígræðsla

Hætt við ákærur gegn Macchiarini

12.10. Mál sænska ákæruvaldsins á hendur ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini hefur verið fellt niður. Macchiarini hafði verið ákæður fyrir að vera valdur að dauða þriggja sjúklinga sem hann gerði plastbarkaaðgerð á á Karolínska sjúkrahúsinu. Meira »

Nefndin ekki stofnuð

22.9.2016 Rannsóknarnefnd um plastbarkamálið svonefnda verður ekki stofnuð á yfirstandandi þingi vegna tímaþröngar. Þetta kemur fram í minnisblaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem hefur verið sent heilbrigðisráðherra. Meira »

Vilja skoða barkaígræðslumál betur

13.9.2016 Ekki hefur verið ákveðið hvort hafin verði rannsókn á vegum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis á aðkomu íslenskra stofnana eða starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svonefnda. Þetta segir Birgir Ármannsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir áliti vegna máls Macchiarini

6.9.2016 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir áliti frá Embætti landlæknis og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands vegna tengsla Landspítalans við mál ítalska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini. Meira »

Stjórn Karólínska leyst frá störfum

5.9.2016 Sænsk stjórnvöld hafa leyst stjórn Karólínska stofnunarinnar í Svíþjóð frá störfum eftir að rannsókn leiddi í ljós að hún hefði sýnt vanrækslu er hún réði skurðlækninn Paolo Macchiarini til starfa og leyfði honum að gera aðgerðir á sjúklingum. Meira »

Tómas fagnar rannsókn málsins

31.5.2016 „Til að taka af öll tvímæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rannsakað, líkt og aðrir samstarfsmenn mínir á Landspítala, en forsendur slíkra rannsókna hljóta þó að vera að rannsakendur hafi aðgang að nauðsynlegum gögnum bæði hérlendis og í Svíþjóð,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í kvöld. Meira »

Rétt að rannsaka barkaígræðslu

30.5.2016 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra telur rétt að Alþingi taki til skoðunar hvort ástæða sé til þess að koma á fót rannsóknarnefnd til þess að rannsaka aðkomu íslenskra stofnana að meðferð sjúklings sem undirgekkst umdeilda barkaígræðslu árið 2011 við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð. Meira »

Spyr ráðherra um barkaígræðsluna

16.2.2016 Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill vita hvort heilbrigðisráðherra telji æskilegt að gerði verð óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklings sem gekkst undir umdeilda barkaígræðsluaðgerð 2011. Meira »

Ekki grunur um misferli læknanna

2.6.2015 Forseti læknadeildar Háskóla Íslands segist ekki geta séð neinn grun um aðkomu íslenskra lækna að meintu misferli í tengslum við niðurstöður greinar um barkaígræðsluaðgerð sem birt var í læknatímaritinu Lancet . Meira »

Saksóknari rannsakar barkaígræðslu

27.5.2015 Saksóknari í Svíþjóð hefur hafið rannsókn á máli Eritríubúans Andemariam Teklesenbet Beyene, en hann lést eftir að hafa fengið barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Beyene var á þessum tíma í meistaranámi í jarðeðlisfræði hér á landi. Meira »

Andlát: Andemariam Teklesenbet Beyene

27.2.2014 Andemariam Teklesenbet Beyene er látinn. Andemariam var fæddur í Erítreu 20. júní árið 1973, hann var búsettur á Íslandi þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Plastbarki var græddur í Beyene en það var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Meira »

Barkaígræðsla vekur athygli

24.11.2011 Grein sem Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala, vann með fleiri vísindamönnum um fyrstu plastbarkaígræðsluna fyrr á árinu var birt í vísindatímaritinu The Lancet í dag. Barkaþeganum, sem er nemandi við HÍ, heilsast vel. Meira »

Allir sjúklingarnir látnir

20.3. Allir sjúklingarnir sem ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini gerði plastbarkaaðgerð á á Karolinska sjúkrahúsinu eru látnir. Yesim Cetir, 26 ára, lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún hefur dvalið á sjúkrahúsi allt frá því hún yfirgaf heimalandið, Tyrkland, árið 2012 til þess að fara í aðgerðina. Meira »

„Þungbærar“ og tilhæfulausar ásakanir

19.9.2016 Tómas Guðbjartsson læknir segir Birgi Jakobsson landlækni vanhæfan til að fjalla um barkaígræðsluna á Karolinska-sjúkrahúsinu opinberlega. Hann segir „þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar.“ Meira »

Kannast ekki við beiðni um álit

8.9.2016 Hvorki Embætti landlæknis né Siðfræðistofnun Háskóla Íslands kannast við að hafa verið beðin um álit frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna tengsla Land­spít­al­ans við mál ít­alska skurðlækn­is­ins Paolo Macchi­ar­ini. Meira »

Rektorar reknir úr nóbelsnefndinni

6.9.2016 Tveir fyrrverandi rektorar Karólínska háskólans í Stokkhólmi hafa verið leystir frá störfum í sænsku nóbelsnefndinni vegna tengsla þeirra við mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Meira »

Íhuga rannsókn vegna plastbarkamáls

12.8.2016 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins munu í dag mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og fara yfir rökstuðning fyrir því hvort skipa eigi rannsóknarnefnd til þess að fara yfir hugsanlega aðkomu Íslendinga að hinu svonefnda plastbarkamálinu sem hefur verið til rannsóknar í Svíþjóð. Meira »

Fékk rétta greiningu og tilvísun

31.5.2016 Starfsfólk Landspítalans mun veita sjálfstæðri rannsóknarnefnd Alþingis allar upplýsingar um aðkomu spítalans að meðferð manns sem lést eftir umdeilda barkaígræðslu verði hún stofnuð, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Könnun spítalans sjálfs hafi ekki leitt í ljós mistök. Meira »

Barkaígræðslulæknir rekinn

23.3.2016 Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur rekið ítalska lækninn Paolo Macchiarini. Ástæðurnar sem gefnar eru í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu eru meðal annars þær að Macchiarini hafi skaðað orðspor þess en hann gerði umdeildar barkaígræðsluaðgerðir sem íslenskir læknar tóku meðal annars þátt í. Meira »

Segir af sér vegna plastbarkamálsins

13.2.2016 Anders Hamsten, rektor Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð, hefur sagt af sér vegna hneykslismáls sem tengist barkaígræðslu ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini, en hann framkvæmdi aðgerð þar sem plastbarki var græddur í mann. Meira »

Komu ekki að öðrum aðgerðum

28.5.2015 Tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson, hafa aðstoðað báða málsaðila við rannsókn á láti manns sem undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð árið 2011 en þeir komu að meðferð hans. Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að þeir hafi ekki komið að öðrum slíkum ígræðslum og þeir hafi tekið þátt í góðri trú. Meira »

Ásakanir á þvers og kruss

26.1.2015 Barkaígræðsla sem framkvæmd var á íslenskum jarðeðlisfræðinema er miðpunktur deilna á milli fræðimanna við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð. Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um siðabrot en helsti samstarfsmaður hans var þó fyrri til að saka einn ákærandann um siðabrot. Meira »

Voru smeykir að stíga þetta skref

9.6.2012 „Við vorum auðvitað mjög smeykir að stíga þetta skref, þetta hafði aldrei verið gert áður,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, en eitt ár er í dag liðið frá því að plastbarki var í fyrsta sinn græddur í manneskju. Meira »