Brexit

Bretar munu iðrast Brexit

13.9. Breska þjóðin mun fljótlega sjá eftir því að hafa yfirgefið Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í ræðu í Evrópuþinginu í dag. Sagði Juncker þingmönnum að Brexit ætti eftir að reynast ESB sorgleg stund, en að þetta séu þó ekki endalok ESB. Meira »

Gætu ekki sagt nei við Breta

7.9. Stjórnvöld í Noregi vilja ekki að Bretar verði aðilar að EES-samningnum í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten. Meira »

Brexit „heimskuleg ákvörðun“

5.9. Breskir kjósendur sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni á síðasta ári tóku heimskulega ákvörðun sem enn er mögulegt lagalega séð að snúa við í kjörklefanum. Meira »

„Ég er í þessu til lengri tíma“

30.8. Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og formaður Íhalds­flokks­ins, vill halda áfram að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. „Ég er í þessu til lengri tíma,“ sagði hún í samtali við Sky-fréttastofuna. Meira »

Bretar semja fyrst við Ísland

22.8. Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að Ísland verði á meðal þeirra ríkja sem fyrst verði samið við um tvíhliða loftferðasamning sem taki gildi þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Hin ríkin sem samið verður við fyrst eru Sviss, Noregur, Bandaríkin og Kanada. Meira »

Segir Brexit-ráðherrann latan

15.8. David Davis, ráðherra Brexit í Bretlandi, er latur og grandlaus og hann ásamt forsætisráðherra Bretlands hafa ekki haft hugmynd um hvað þau séu að gera frá fyrsta degi. Þetta kemur fram í bylgju „tvíta“ frá James Chapman sem starfaði sem starfsmannastjóri hjá Davis þar til í júní sl. Meira »

Meirihlutinn vill „harða“ útgöngu

14.8. Meirihluti þeirra sem kusu með því að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í landinu á síðasta ári eru hlynntir því að Bretar endurheimti stjórn eigin landamæra, verði ekki undir dómstól sambandsins settir og greiði lítið eða ekkert til þess þegar af útgöngunni verður. Meira »

Vill að Bretar noti EFTA-dómstólinn

9.8. Forseti Evrópudómstólsins, æðsta dómstóls Evrópusambandsins, Koen Lenaerts, hefur lagt til að EFTA-dómstólnum verði fengið það viðbótarhlutverk að úrskurða í mögulegum ágreiningsefnum vegna fyrirhugaðs samnings Bretlands við Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu. Meira »

Bretar reiðubúnir til að greiða 40 milljarða evra

6.8. Bretar eru undirbúnir undir að þurfa að greiða allt að 40 milljarða evra til Evrópusambandsins í fjárhagslegu uppgjöri við brotthvarf ríkisins úr sambandinu. Meira »

Ræddi fríverslun við Gove

1.8. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með Michael Gove, ráðherra umhverfismála, matvælaframleiðslu og byggðamála í Bretlandi en sjávarútvegsmál heyra undir ráðuneyti hans. Meira »

Hagvöxtur eykst í Bretlandi

26.7. Breska hagkerfið óx meira á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta þrátt fyrir háa verðbólgu og óvissu í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta sýna gögn frá bresku hagstofunni. Meira »

Hollendingar fái ekki að vera hollenskir

17.7. Hollenskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi, sem taka upp breskt ríkisfang til að þurfa ekki að yfirgefa landið eftir að úrsagnarferli Bretlands úr ESB lýkur, koma til með að missa hollenska vegabréfið sitt. Þetta segir forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, Meira »

Vill greiða leið Breta inn í EFTA

16.7. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill opna dyrnar fyrir Breta að evrópsku viðskiptabandalagi í kjölfar Brexit með því að skoða aðild Breta að EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Guðlaugur Þór segist hafa rætt við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, um þann möguleika. Meira »

„Langt frá því sem borgarar eiga rétt á“

10.7. Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að gefa evrópskum ríkisborgurum í Bretlandi „fast aðset­ur“ (e. sett­led status) eftir Brexit, er langt frá því sem borgarar eiga rétt á. Þetta segja leiðtogar fjögurra helstu flokka á Evrópuþinginu í yfirlýsingu. Meira »

Miklir hagsmunir Íslands í húfi

30.6. Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga og þriðja stærsta viðskiptaland Íslands. Því eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf vegna Brexit. Ísland gæti þurft að gera nýjan samning við Breta um samskipti ríkjanna til að tryggja gagnkvæma hagsmuni. Meira »

Vera í EES versti kosturinn

8.9. Bretland verður ekki áfram innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eftir að landið segir skilið við Evrópusambandið. Þetta áréttaði breski ráðherrann David Davis, sem heldur utan um útgöngu Breta úr sambandinu, í umræðum breska þinginu í gær þar sem rætt var um lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að undirbúa útgönguna. Meira »

Allir vilja semja við Bretland

5.9. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að allir vilji ná fríverslunarsamningi við Bretland. Þetta kom fram í viðtali sem breska ríkisútvarpið tók við hann. Meira »

Brösuglega gengur í Brexit-viðræðum

31.8. Enginn verulegur árangur í lykilmálum hefur náðst í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu. Þetta sagði aðalsamningamaður sambandsins, Michel Barnier, á blaðamannafundi í Brussel í dag með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, samkvæmt frétt BBC. Meira »

ESB reiðubúið að ræða um viðskipti?

28.8. Franskir embættismenn hafa gefið til kynna að ráðamenn í Frakklandi séu hlynntir því að hafnar verði viðræður um viðskiptasamning á milli Bretlands og Evrópusambandsins í október vegna útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Lægsta atvinnuleysi í Bretlandi í 42 ár

16.8. Áfram dregur úr atvinnuleysi í Bretlandi þrátt fyrir yfirstandandi úrsagnarviðræður landsins úr Evrópusambandinu. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna síðan 1975. Meira »

Vilja tímabundna fríverslun eftir Brexit

15.8. Bresk stjórnvöld sækjast eftir tímabundnu tollabandalagi við Evrópusambandið í eitt eða tvö ár eftir Brexit en hugmyndin fengið dræmar viðtökur frá Evrópusambandinu. Meira »

Bretum neitað um vatn?

10.8. Breskur embættismaður hefur fullyrt að fulltrúum Bretlands á löngum samningafundum samningamönnum Evrópusambandsins um úrsögn landsins úr sambandinu hafi verið neitað um vatn. Meira »

Meirihlutinn ósáttur við vinnubrögðin

8.8. Meirihluti Breta er ósáttur við það með hvaða hætti ríkisstjórn Bretlands hefur haldið á málum varðandi útgöngu landsins úr Evrópusambandinu eða 61%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ORB gerði. Meira »

Englandsbanki telur Brexit taka sinn toll

3.8. Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, hefur varað við því að óvissan í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einnig þekkt sem Brexit, sé að taka sinn toll af hagkerfinu. Meira »

Ný innflytjendastefna vegna Brexit

27.7. Nýtt innflytjendakerfi tekur gildi í Bretlandi í mars 2019 þar sem frjálsar ferðir fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsíkja munu heyra sögunni til. Meira »

Hættið að rífast, það er ég eða Corbyn

18.7. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, sagði þingmönnum flokksins að hætta öllu baktali. Annars ættu þeir á hættu að Jermemy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, komist til valda. Meira »

Hefja aðra lotu Brexit-viðræðna

17.7. Samningamenn Breta og Evrópusambandsins hyggjast „ná inn að kjarna málsins“ þegar þeir hefja viðræður um Brexit í dag. Þá er Theresa May, forsætisráðherra Breta, sögð ætla að freista þess að lægja öldurnar innan eigin ríkisstjórnar þar sem ráðherrar hafa att kappi hver gegn öðrum. Meira »

Rekin fyrir rasísk ummæli

10.7. Breska þingkonan Anne Marie Morris var rekin úr Íhaldsflokknum vegna rasískra ummæla sem hún lét falla í tengslum við umræðu um Brexit. Hún lét þessi orð falla í London nýverið. Meira »

Bretar taka aftur stjórnina á miðunum

2.7. Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hyggist segja sig frá fiskveiðisáttmála frá 1964 í þeim tilgangi að ná aftur stjórn á fiskimiðum sínum. Meira »

Stjórnvöld greiða fyrir þungunarrof kvenna frá Norður-Írlandi

29.6. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta að rukka konur frá Norður-Írlandi fyrir þungunarrof innan opinbera heilbrigðiskerfisins en tugir þingmanna Íhaldsflokksins eru sagðir hafa hótað því að greiða atkvæði með samhljóðandi tillögu Verkamannaflokksins. Meira »