Grenfell-bruninn í Lundúnum

Kennsl borin á alla sem létust í Grenfell

16.11. Breska lögreglan segir að búið sé að finna og bera kennsl á alla sem létu lífið þegar eldur kviknaði í Grenfell-háhýsinu í London í júní. Byggingin gjöreyðilagðist í brunanum og að sögn lögreglu lét 71 lífið. Meira »

11.000 í andlegum erfiðleikum eftir brunann

30.10. Allt að 11.000 manns kunna að eiga við geðrænan vanda að etja í kjölfar brunans í Grenfell-turninum í júní á þessu ári, en talið er að um 80 manns hafi látið lífið í eldinum. Meira »

Borgarráð ábyrgt fyrir Grenfell-brunanum

27.7. Lundúnalögreglan telur ástæðu til að ætla að hópmanndráp hafi verið framið þegar kviknaði í Grenfell-turninum í síðasta mánuði. Greindi lögregla í dag íbúum turnsins frá að hún teldi ástæðu til að gruna að borgarráð eða þeir sem sáu um rekstur Grenfell-turnsins hefðu mögulega gerst sekir um glæp. Meira »

Fékk blásýrueitrun í brunanum

13.7. Að minnsta kosti einn íbúi í Grenfell-turninum í London sem lifði eldsvoðann mikla af var greindur með blásýrueitrun.  Meira »

Aðgerðahópur taki yfir mál Grenfell

5.7. Sérstakur aðgerðahópur verður látinn taka yfir stjórn á hlutum Kensington- og Chelsea-hverfanna í kjölfar eldsvoðans í Grenfell Tower-blokkinni. Borgarráð Kensington og Chelsea hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það hvernig tekið hefur verið á málum í kjölfar eldsvoðans, sem kostaði a.m.k. 80 manns lífið. Meira »

Eftirlifendur munu ekki taka þátt

1.7. Þeir sem lifðu af eldsvoðann í Grenfell turninum í Lundúnum 14. júní síðastliðinn munu ekki taka þátt í rannsókn yfirvalda á brunanum ef að þær „kerfisvillur“ sem leiddu til brunans verða ekki rannsakaðar. Meira »

Sagt að nota ódýrari klæðningu

30.6. Verktökum sem endurnýjuðu klæðningu á Grenfell turninum var sagt að draga úr kostnaði endurbótanna með því að nota ódýrari klæðingu en mælt hafði verið með. Það var umsjónarmaður byggingarinnar sem gerði þessi kröfu. Meira »

120 háhýsi standast ekki kröfur

28.6. Klæðning sem notuð er í 120 háhýsum í alls 37 sveitarfélögum í Englandi uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir. Theresa May greindi þingmönnum neðrideildar breska þingsins frá þessu í dag en klæðningin fellur 100% á eldvarnarprófi sem gert var í kjölfar brunans í Grenfell-turni í London. Meira »

Fimm ára drengur meðal látinna

27.6. Fimm ára gamall drengur, Isaac Paulous, er meðal þeirra sem lét­ust í brunanum í Grenfell-turni fyrr í mánuðinum. Er hann yngsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint. Meira »

Hætta framleiðslu hluta klæðningarinnar

26.6. Fyrirtækið Arconic hefur ákveðið að hætta framleiðslu þilja sem ásamt einangrun mynduðu klæðninguna sem talin er hafa átt sök á því að eldur breiddist út á örskotsstundu um Grenfell-turninn í Lundúnum. Þilin hafa verið tekin úr sölu á heimsvísu. Meira »

Ekkert húsanna stóðst eldvarnarpróf

25.6. Staðfest er að klæðning á sextíu háhýsum í Englandi stenst ekki eldvarnarkröfur. Enn á eftir að rannsaka hundruð bygginga.  Meira »

Talin af en fannst á lífi

24.6. Kona sem óttast var að hefði brunnið inni í eldsvoðanum í Grenfell-turninum í London hefur fundist á lífi. Hún var eitt þeirra fórnarlamba sem flutt voru slösuð á sjúkrahús en upplýsingar um það höfðu ekki borist til eyrna allra. Meira »

Knattspyrnusambandið styrkir fórnarlömbin

23.6. Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að allur ágóði af leiknum um Samfélagsskjöldinn, sem jafnan markar upphaf á nýju knattspyrnutímabili á Englandi, renni til fórnarlamba brunans í Grenfell-turninum í Lundúnum á dögunum. Meira »

May biðst afsökunar á viðbrögðunum

21.6. Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur beðist afsökunar á opinberum viðbörgðum við brunanum í Grenwell-turninum í London í síðustu viku. Hún sagði að viðbrögðin hefðu ekki verið nógu góð. Meira »

„Fjandinn, það eru krakkar þarna inni“

20.6. „Hvernig í andskotanum eigum við að komast að þessu?“ má heyra slökkviliðsmann á leið að Grenfell-turninum í London í síðustu viku segja við kollega sína. Slökkviliðsmennirnir voru greinilega skelfingu lostnir er þeir sáu hversu mikill eldsvoðinn var. Meira »

Þóttist vera fórnarlamb Grenfell-brunans

2.11. Svikahrappur hefur viðurkennt að hafa nýtt sér brunann í Grenfell-turninum til að svíkja sem samsvarar rúmum 1,7 milljónum króna úr sjóðum fyrir fórnarlömb. Hinn 52 ára Anh Nhu Nguyen laug til um að hafa misst eiginkonu og son í brunanum. Meira »

Tveggja ára meðal látnu

1.8. Tveggja ára gamall drengur, Jeremiah Deen, er meðal fórnarlambanna sem létust í brunanum Grenfell-turni í London og borin hafa verið kennsl á. Jeremiah litli bjó í íbúð á 14. hæð háhýsisins ásamt móður sinni Zainab Deenn sem einnig lést í eldsvoðanum 14. júní síðastliðinn. Meira »

Dúkur mun hylja Grenfell-turninn

27.7. Dúkur mun hylja Grenfell-turninn í London, þar sem að minnsta kosti 80 manns létu lífið í júní, á meðan rannsókn stendur yfir. Gert er ráð fyrir að honum verði komið á í ágúst. Frá þessu greindi Michael Lockwood byggingastjóri á fundi með almenningi í kirkju meþódista í Notting Hill í gær. Meira »

Leitin geti tekið fjóra mánuði

12.7. Leit að fórnarlömbum eldsvoðans í Grenfell-turni í London í júní gæti tekið fjóra mánuði til viðbótar. Talið er að um 80 manns hafi látið lífið en óvíst er hvort unnt verði að bera kennsl á þá alla. Meira »

Ekki ákært fyrir ólöglega framleigu

2.7. Enginn verður ákærður fyrir að hafa framleigt íbúð sína ólöglega í Grenfell-turninum, sem fuðraði upp í eldsvoða í júní. Yfirvöld í Bretlandi hafa gefið út að það sé forgangsatriði að reyna að bera kennsl á þá sem létust í brunanum, og því sé mikilvægt að fólk sé tilbúið að gefa sig fram. Meira »

Þúsundir mótmæltu í Lundúnum

1.7. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu í Lundúnum í dag þar sem þess var krafist að ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, myndi segja af sér og að niðurskurði til almenningsþjónustu yrði hætt. Meira »

Tala látinna óljós til áramóta

28.6. Endanleg tala þeirra sem létust í eldsvoðanum í Grenfell-turni verður ekki kunn fyrr en í fyrsta lagi undir lok þessa árs að sögn lögreglu í Bretlandi. Talið er að um 80 manns hafi látið lífið en óvíst er hvort unnt verði að bera kennsl á þá alla. Meira »

95 byggingar standast ekki kröfur

27.6. Snúa þarf við hverjum steini í rannsókninni á eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Þetta kemur fram í opnu bréfi til Thersesu May forsætisráðherra. Bréfið er frá íbúum fjölbýlishússins en 79 létust í eldsvoðanum. 95 byggingar í 32 sveitarfélögum standast ekki krörfur um brunavarnir. Meira »

Telur yfirvöld leyna fjölda látinna

27.6. Þingmaður breska Verkamannaflokksins telur það hugsanlegt að yfirvöld leyni raunverulegum fjölda þeirra sem fórust í brunanum í Grenfell-turninum til að forðast uppþot og óeirðir. Meira »

Fluttir af heimilum sínum með valdi

26.6. Íbúar í háhýsunum fjórum Camden í London, sem rýmd voru um helgina, kvarta yfir harkalegum rýmingaraðgerðum og margir vilja meina að þær séu óþarfar. Háhýsin eru öll með sambærilega klæðingu og Grenfell-turninum sem fuðraði nánast upp í eldi fyrir nokkrum dögum, og varð um 80 manns að bana. Meira »

Tugir neita að yfirgefa turnana

24.6. 650 Lundúnabúum var gert að yfirgefa íbúðir sínar í dag vegna þess að brunavörnum í húsum þeirra er ábótavant. Að minnsta kosti 83 harðneituðu að yfirgefa heimili sín. Meira »

Kviknaði í út frá ísskáp

23.6. Eldurinn í Grenfell-turninum í London kviknaði út frá ísskáp. Auk þess stóðst klæðning utan á turninum ekki öryggiskröfur, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London en 79 manns létu lífið í eldsvoðanum í síðustu viku. Meira »

Um 600 byggingar með sömu klæðningu

22.6. Um sex hundruð byggingar á Englandi eru með sömu eða svipaða klæðningu og var á Grenfell-turninum er hann brann. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið. Meira »

Fórnarlömb eldsvoðans í lúxusíbúðir

21.6. Eftirlifendum úr brunanum í Grenfell-turninum í London verður komið fyrir í lúxusíbúðum í Kensington-hverfi í London, samkvæmt stjórnvöldum. Ódýrasta íbúðin þar kostar 1,6 milljónir punda eða því sem nemur 214 milljónum íslenskra króna. Meira »

Bar nágrannann út úr brennandi húsinu

20.6. Clarita Ghavimi hefur loks hitt Luca Branislav, manninn sem bjargaði henni úr Grenfell-turninum í London í síðustu viku.  Meira »