Charlie Gard

Charlie Gard látinn

28.7. Charlie Gard, sem þjáðist af banvænum hrörnunarsjúkdómi, er látinn. Hann var fluttur á líknardeild og tekinn úr öndunarvélinni samkvæmt úrskurði dómara í gær. „Fallegi litli drengurinn okkar er farinn,“ sagði í yfirlýsingu sem foreldrar Charlies sendu frá sér nú síðdegis. Meira »

Fundu lækni svo Charlie geti dáið heima

26.7. Foreldrar hins ell­efu mánaða gamla Charlie Gard, sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi, hafa nú fundið lækni sem er reiðubúinn að líta til með Charlie svo þau geti eytt tíma með honum fjarri spítalanum þá daga sem hann á ólifaða. Meira »

Vilja að drengurinn fái að deyja heima

25.7. For­eldr­ar hins ell­efu mánaða gamla Charlie Gard sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi hafa krafist þess að fá að fara með son sinn heim til að deyja. Dómsmál sem þau hafa staðið í síðustu mánuði lauk í gær þegar þau drógu til baka kröfur sínar um að fá að ferðast með drenginn til Bandaríkjanna til tilraunarmeðferðar. Meira »

Læknum Charlies hótað lífláti

23.7. Starfsfólk sjúkrahússins þar sem breski drengurinn Charlie Gard dvelur og fær meðferð hefur fengið morðhótanir vegna umönnunarinnar. Gard er 11 mánaða og er með banvænan hrörnunarsjúkdóm. Meira »

Segist geta bjargað drengnum

14.7. Bandarískur læknir hringdi á Great Ormond Street-spítalann í London á dögunum fyrir hönd Hvíta hússins og bauð fram ný gögn sem hann segir að geti bjargað lífi Charlie Gard, ellefu mánaða gamals drengs sem berst fyrir lífi sínu. Meira »

Leggja fram ný sönnunargögn í dag

13.7. Foreldrar Charlie Gard, sem verður tekinn úr öndunarvél að óbreyttu, munu mæta fyrir breskan dómstól í dag og leggja fram ný sönnunargögn til stuðnings kröfu sinni um að fá að ferðast til Bandaríkjanna með drenginn og láta hann gangast undir tilraunameðferð. Meira »

Lífsbarátta fyrir dómstólum

11.7. Hann er ellefu mánaða gamall og berst fyrir lífi sínu. Foreldrar hans hafa safnað rúmri milljón punda til að koma honum til Bandaríkjanna í tilraunameðferð en dómstólar segja nei. Lífsbarátta Charlie Gard hefur vakið athygli heimsbyggðarinnar síðustu mánuði, en mbl.is skoðaði málið ítarlega. Meira »

Biðlar til dómara að hlusta

10.7. Móðir ellefu mánaða gamals drengs með ban­væn­an sjúk­dóm hefur biðlað til dómara að hlusta á sérfræðinga sem telja tilraunameðferð geta verið „kraftaverk“ fyrir son hennar. Meira »

Ómögulegt að flytja Gard til Ítalíu

5.7. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, telur að það væri ómögulegt að flytja Charlie Gard, tíu mánaða dauðvona dreng, á sjúkrahúsið í Vatíkaninu. Meira »

Frans páfi styður foreldra Charlies Gards

2.7. Frans páfi hefur lýst yfir stuðningi við foreldra barns sem þjáist af sjaldgæfum erfðasjúkdómi og segist vonast til þess að læknar heimili þeim að annast um barnið sitt þar til yfir lýkur. Meira »

Neita að slökkva á öndunarvélinni

2.4. Foreldrar ungbarns í Bretlandi hafa með stuðningi almennings safnað 1,2 milljónum punda, um 170 milljónum króna, fyrir aðgerð fyrir barnið í Bandaríkjunum. Meira »

Synja foreldrum Charlies um meiri tíma

27.7. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að hinn ell­efu mánaða gamli Charlie Gard, sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi, verði fluttur á líknardeild og að öndunarvél hans verði tekin úr sambandi skömmu síðar. Meira »

Hvar liggur ákvörðunarvaldið?

25.7. Fimm mánaða lagadeilur um örlög dauðvona drengs, sem vöktu m.a. athygli Frans páfa og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa orðið til þess að blása lífi í umræðuna um heilbrigðissiðfræði, aðkomu dómstóla og ákvörðunarréttin þegar dauðinn er annars vegar. Meira »

Tíminn rann út fyrir Charlie Gard

24.7. Foreldrar hins ellefu mánaða gamla Charlie Gard sem þjáist af banvænum hrörnunarsjúkdómi hafa gefist upp á því að ferðast til Bandaríkjanna vegna tilraunarmeðferðar. Meira »

Hver verða örlög drengsins?

17.7. Endanleg niðurstaða um það hvort hinn ellefu mánaða gamli Charlie Gard sem þjáist af banvænum hrörnunarsjúkdómi, fái að ferðast til Bandaríkjanna í tilraunameðferð eða hvort öndunarvél hans verði tekin úr sambandi verður tekin af dómara fyrir yfirrétti í Bretlandi þann 25. júlí næstkomandi. Meira »

Ruku út úr dómsalnum

13.7. Foreldrar hins ellefu mánaða gamla Charlie Gard, sem tekinn verður úr öndunarvél að óbreyttu, ruku rétt í þessu reiðir út úr dómsal í London þar sem ný gögn í máli sonar þeirra eru nú tekin fyrir. Voru þau ósammála dómara og gengu út í miðjum réttarhöldum. Meira »

Enginn spítali tekur við drengnum

12.7. Samband foreldra hins ellefu mánaða gamla Charlie Gard, sem haldinn er banvænum hrörnunarsjúkdómi og berst fyrir lífi sínu, við sjúkrahúsið þar sem hann liggur í öndunarvél er orðið svo slæmt að reynt var að færa drenginn. En enginn annar spítali vildi taka við honum. Meira »

Foreldrunum gefnir 48 tímar

11.7. Foreldrum hins ellefu mánaða gamla Charlie Gard, sem þjáist af banvænum sjúkdómi, hafa verið gefnar 48 klukkustundir til að leggja fram ný gögn sem sýna fram á að tilraunameðferð fyrir son þeirra geti bjargað honum. Meira »

Mál Charlie Gard verður endurskoðað

7.7. Breska sjúkrahúsið þar sem tíu mánaða drengur með banvænan sjúkdóm dvelur lýsti því yfir í dag að það myndi rannsaka fullyrðingar þess efnir að hægt væri að veita drengnum meðferð eftir að Donald Trump og Frans páfi vöktu athygli á málinu. Meira »

Trump býður foreldrum Gard stuðning

3.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir stuðningi við for­eldra barns sem þjá­ist af sjald­gæf­um erfðasjúk­dómi. Áður hafði Frans páfi sagt að hann vonaði að læknar leyfðu þeim að annast barnið þar til yfir lýkur. Meira »

Mega taka barnið úr öndunarvél

27.6. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Great Ormond Street Hospital for Children í Lundúnum megi slökkva á öndunarvél Charlie Gard, sem þjáist af fágætum erfðasjúkdómi sem leiðir m.a. til þess að líffæri hans virka ekki sem skyldi. Meira »